Notendaskilmálar

Almennt

Skilmálar fyrir aðgangi að vefgáttum Vísra rannsókna ehf., kt. 580210-1710, Stigahlíð 35, Reykjavík („Vísar rannsóknir“).

Þessir skilmálar eiga við um netaðgang að vefgáttum Vísra rannsókna, n.t.t. netaðgang að rannsóknarniðurstöðum sem Vísar rannsóknir hafa sett á vefinn („þessi vefur“ en orðið vísar eftir atvikum til lénanna nidurstodur.skolapulsinn.is, nidurstodur.skolavogin.is eða niðurstodur.starfsmannapulsinn.is og allra síðna, skráa og annarra gagna sem þessi lén hýsa).

Þessi vefur er aðeins aðgengilegur fyrir einstaklinga 18 ára og eldri sem hafa fengið boð um að skoða ákveðnar skýrslur eða aðrar upplýsingar. Aðgangur án leyfis að þessum vef er ekki heimilaður og gæti varðað refsingu samkvæmt lögum. Ef ekki er farið eftir þessum skilmálum fyrir aðgangi gæti það orðið til þess að þú berir ábyrgð gagnvart Vísum rannsóknum og/eða viðskiptavinum þess eða hverjum öðrum sem á gögn sem skýrsla er byggð á. Um þessa skilmála fyrir aðgangi gilda íslensk lög og öllum ágreiningi sem um skilmálana verður skal vísa til lögsögu Héraðsdóms Reykjavíkur.

Höfundarréttur og trúnaður

Vísar rannsóknir og eftir atvikum leyfisveitendur þess eiga höfundarrétt á öllum þeim upplýsingum sem fram koma á vefgáttum Vísra rannsókna. Höfundarréttur og hvers kyns önnur hugverkaréttindi í skýrslunum og öðrum upplýsingum, sem þú hefur aðgang að, er alfarið í eigu Vísra rannsókna og eftir atvikum leyfisveitenda þess. Skýrslurnar innihalda og byggja á gögnum sem viðskiptavinir, þ.e. þjónustukaupendur, Vísra rannsókna og aðrir þriðju aðilar eiga. Aðgangur þinn og notkun á þessum vef veitir þér engin hugverkaréttindi að neinum hugverkum Vísra rannsókna, viðskiptavina þess eða annarra aðila (þar með talið en ekki takmarkað við hugverk í innihaldi og uppsetningu skýrslnanna, gögnunum sem þar eru og á þessum vef).

Réttur þinn er takmarkaður við að skoða skýrsluna/skýrslurnar sem þér hefur verið veittur aðgangur að og, þar sem þú hefur fengið slíkan rétt, til að flytja út og/eða deila slíkum skýrslum í samræmi við þessa notendaskilmála. Skýrslurnar og upplýsingarnar á þessum vef eru trúnaðarmál og þú skuldbindur þig við Vísar rannsóknir að endurbirta ekki eða greina frá upplýsingunum í skýrslunum án fyrirfram skriflegs samþykkis auðkennds eiganda viðkomandi skýrslu. Ennfremur skuldbindur þú þig, í þeim tilfellum sem þú hefur rétt til að senda út eða deila skýrslum, að breyta ekki skýrslunum á nokkurn hátt eða deila skýrslunum (eða útdrætti úr þeim) án þess að geta þess sérstaklega að Vísar rannsóknir séu höfundur eða handhafi höfundarréttar.

Ábyrgð á upplýsingum

Vísar rannsóknir bera enga ábyrgð á eða fullyrða neitt um ýtarleika eða nákvæmni neinnar af skýrslunum eða upplýsingunum sem eru á þessum vef. Vísum rannsóknum ber heldur ekki nein skylda til að uppfæra neina skýrslu eða upplýsingar. Þar af leiðandi bera Vísar rannsóknir enga skaðabótaskyldu gagnvart þér vegna villna sem upp kunna að koma í skýrslum eða upplýsingum á þessum vef eða fyrir tjón sem þú gætir orðið fyrir vegna þess að þú treystir einhverri af skýrslunum eða upplýsingunum á þessum vef.

Aðrar upplýsingar sem stafa frá Vísar rannsóknum eru byggðar á heimildum sem Vísar rannsóknir telja áreiðanlegar. Vísar rannsóknir geta ekki ábyrgst að þær séu allar réttar. Þá kunna upplýsingar og skoðanir þær sem fram koma að breytast án fyrirvara.

Öryggi upplýsinga og meðferð persónuupplýsinga

Að því er varðar öryggi gagna, ábyrgðarskyldu, fylgni við þessa skilmála fyrir aðgangi og skilvirkni þjónustunnar geyma Vísar rannsóknir sjálfkrafa skrár yfir ákveðnar aðgerðir þínar á þessum vef og önnur persónuleg gögn.

Vísar skráir upplýsingar um það hverjir skulu hafa aðgang að skýrslum en það er gert á ábyrgð samningsaðili enda ákveður samningsaðili hverjum skuli veittur aðgangur. Vísar rannsóknir og starfsfólk Vísra rannsókna og samningsaðilar hafa aðgang að þessum upplýsingum og það má einnig deila þeim með eiganda viðkomandi skýrslu.

Auk þess eru persónuupplýsingarnar, sem þú gafst upp þegar þú skráðir þig inn á þennan vef, geymdar í kerfi Vísra rannsóknar og eru sýnilegar þér og Vísum rannsóknum og starfsfólki Vísra rannsókna og samningsaðilum að því marki sem þeir þurfa aðgang að þeim til að veita þér aðgang að þessum vef. Þessar upplýsingar eru settar í vörslu og verða þar áfram eins lengi og nauðsynlegt er í samræmi við þann tilgang sem þeim er safnað. Ef þú telur hins vegar að einhverjar af persónuupplýsingum þínum, sem varveittar eru í kerfi Vísra rannsókna, séu rangar eða þú vilt sjá þær eða fá þeim eytt getur þú sent skriflegt erindi á netfangið personuvernd@visar.is.

Með því að fá aðgang að þessum vef samþykkir þú hér með þessa skráningu, geymslu, flutning og notkun á persónulegum gögnum þínum í samræmi við persónuverndarstefnu fyrirtækisins, eins og hún er á hverjum tíma. Gerð er frekari grein fyrir upplýsingum, sem varðveittar eru, í persónuverndarstefnu Vísra rannsókna, sem aðgengileg er á heimasíðum Vísra rannsókna, og vísast til þess sem þar kemur fram.

Vísar rannsóknir er ábyrgðaraðili vinnslu þeirra upplýsinga sem safnast vegna notkunar á þessum vef og ber ábyrgð á persónuupplýsingum um þig í samræmi við grundvallarsjónarmið og reglur um persónuvernd og friðhelgi einkalífs, sbr. m.a. laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2016/679, en Vísar rannsóknir er hins vegar vinnsluaðili varðandi aðrar þær upplýsingar sem safnað er og unnið með fyrir hönd viðskiptavina.

Hýsing

Vísar rannsóknir hýsa þennan vef á sameiginlegu skýi hjá viðurkenndum hýsingaraðila sem hýsir þjónustu innan ESB/EES eða í þriðja ríki sé það tryggt að upplýsingarnar njóti sambærilegrar verndar og innan ESB/EES. Þó að slík hýsing sé varin fyrir óleyfilegum aðgangi og gögnin, sem þar eru hýst, séu einangruð í samræmi við venjulega staðla um öryggi gagna geta Vísar rannsóknir ekki ábyrgst að netþjónar hýsingarinnar verði ónæmir fyrir innbrotum eða að óleyfilegum aðgangi. Samkvæmt því bera Vísar rannsóknir enga ábyrgð á dreifingu persónuupplýsinga þinna sem verða vegna óleyfilegs aðgangs eða innbrots í netþjón hýsingarinnar nema í þeim tilvikum sem slík innbrot eða aðgangur væri bein afleiðing af vanrækslu eða misferlis af ásettu ráði af hendi Vísra rannsókna eða starfsmönnum Vísra rannsókna.

Ef þú hefur frekari spurningar um skráningu, geymslu, flutning og notkun á persónuupplýsingum kerfis Vísra rannsókna, vinsamlega sendu tölvupóst á netfangið personuvernd@visar.is